|
HEIMASÍÐA RASMUSAR...VOFF VOFF!
|
|
|
ÞETTA ER ÉG.......
|
|
þetta er ég, þarna til vinstri. Ég heiti fullu nafni Rasmus Dropi Jóhannson. En ég bý hjá Afa og Ömmu og hef gert það undanfarin ár. Rabbi afi fer alltaf með mig í göngu á hverjum degi. Þá er nú oftast gaman hjá mér. Fæ að hlaupa um allan móa. Mér finnst voðalega gaman á daginn þegar afi og amma koma heim úr vinnunni. Þá hoppa ég og ýlfra af kæti. Af því að ég veit að þá fæ ég að fara út í göngu.
|
|
|
|
|
ÞETTA ER ÉG OG UNNUR BJÖRG......
|
|
Þetta er ég og Unnur Björg, littla systir mín. Hún er nú alltaf góð við mig. Svo ég er ekkert að skipta mér mikið af henni. Uppáhalds maturinn minn er ALLT!!! Nema grænmeti og súrmeti. Ég er mikill sælkeri. Franskur matur er mikið í uppáhaldi þessa dagana. Og Ítalskur er líka góður. Síðan er ég mikið gefin fyrir pizzuskorpur, hmmmm. Uppáhalds drykkurinn minn er vatn. drekk ekkert annað. Ég er með ágætis link hérna fyrir neðan, prófaðu hann. www.dog.com
|
|
|
|
|
ÞARNA FÓR ÉG Í FJALLGÖNGU.......
|
Þarna fór ég í fjallgöngu með frænda mínum Fúsa. Þetta var mikil þolraun fyrir mig, Fúsi fór alveg með mig þar. Fékk blöðrur á þófana og var haltur í nokkra daga. En ég hef grun um að ég eigi eftir að fara þangað aftur, vonandi. Jæja, þakka þér fyrir að heimsækja síðuna mína. Vonandi sjáumst við einhvern tíman upp í móa. Voff Voff.....Rasmus
|
|
|
|
|
|
|
|